Víkingur úr Reykjavík og KR hafa komist að samkomulagi um að skipta á heimaleikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta.
Liðin mætast í 3. umferðinni næstkomandi mánudag og fer leikurinn fram á Víkingsvellinum klukkan 19.15.
Átti hann upprunalega að vera á Meistaravöllum í Frostaskjóli, en grasvöllur KR-inga er ekki klár. Gervigras er á Víkingsvellinum.