Stefán í sprautumeðferð

Stefán Árni Geirsson í leik með KR gegn Víkingi úr …
Stefán Árni Geirsson í leik með KR gegn Víkingi úr Reykjavík á síðasta tímabili. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stefán Árni Geirsson, leikmaður karlaliðs KR í knattspyrnu, hefur verið að glíma við þrálát meiðsli á árinu og ekki komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum KR á tímabilinu.

„Stefán fór í sprautumeðferð í gær [á föstudag] og er í smá prógrammi núna til að reyna að finna hvað er að,“ sagði Rúnar Kristinsson í samtali við Fótbolta.net eftir 2:0-sigur KR á Keflavík í Bestu deildinni á laugardag.

„Hann tognaði lítillega í janúar og hefur verið [meiddur] síðan, búinn að vera að æfa fullt með okkur og spilað leiki en finnur alltaf eitthvað og við erum að reyna finna leiðir til að koma í veg fyrir þetta.

Hann gæti verið frá í einhverjar vikur í viðbót. Vonandi fáum við að vita það eftir viku hvernig það gekk,“ bætti Rúnar við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert