Albert verður í hópnum

Albert Guðmundsson er í áætlunum Hareide.
Albert Guðmundsson er í áætlunum Hareide. Ljósmynd/Alex Nicodim

Åge Hareide, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kveðst hafa í hyggju að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genoa í ítölsku B-deildinni, í landsliðshóp sinn.

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag var Hareide spurður út í Albert og þá staðreynd að hann hafi ekki verið í landsliðshópnum í undanförnum verkefnum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

„Ég hef séð hann spila fyrir Alkmaar. Ég hef séð hann spila fyrir Genoa. Hann er góður leikmaður. Hann verður í leikmannahópnum,“ sagði Norðmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert