Algjör klassi hjá Arnari

Åge Hareide (til hægri) landsliðsþjálfari á blaðamannafundinum í dag.
Åge Hareide (til hægri) landsliðsþjálfari á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kveðst hafa fengið falleg skilaboð frá forvera sínum, Arnari Þór Viðarssyni.

„Ég vil koma einu mikilvægu á framfæri frá góðum kollega, sem þjálfaði liðið á undan mér. Ég fékk skilaboð frá honum þar sem hann óskaði mér og liðinu alls hins besta.

Hann elskar liðið og elskaði starfið og vill hag Íslands og míns sem bestan. Það kalla ég klassa hjá þjálfaranum, að gera þetta.

Ef þetta er hugarfar Íslendinga, að þjóðin styðji við bakið á liðinu jafnvel þó að þú sért ekki hluti af því, er algjör klassi,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert