Aron verður áfram fyrirliði

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundinum í …
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann verður áfram fyrirliði. Hann er alvöru fyrirliðatýpa,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Norski þjálfarinn vill að reynslumeiri leikmenn fái stærri hlutverk en áður og rödd í klefanum og á vellinum.

„Það er mikilvægt að gefa reynslumiklum leikmönnum aukna ábyrgð, ekki bara hann heldur hópur leikmanna, sem verður eins og hópur fyrirliða. Þeir munu hjálpa mér að koma skilaboðum áleiðis.

Ég gerði það hjá Danmörku og þeir voru ánægðir með að fá aukna ábyrgð. Við þjálfararnir ræðum saman, en reynslumeiri leikmenn fá líka sitt að segja,“ sagði Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert