Ég fann til með Gylfa

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundinum í …
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að ákveði Gylfi Þór Sigurðsson að halda knattspyrnuiðkun áfram sé hann inni í myndinni hjá sér.

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag var Hareide spurður út í málefni Gylfa Þórs, en fyrir helgi var sakamál gegn honum, þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, látið niður falla.

„Í fyrsta lagi er það gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann til með honum því ég hef hitt hann og hann er indælis drengur og frábær fótboltamaður.

Hann hefur nú verið frá í tvö ár þannig að ég get satt að segja ekki eytt miklum tíma í hann,“ svaraði Norðmaðurinn.

Hann verður sjálfur að taka ákvörðun um hvort hann vilji snúa aftur í fótbolta og spila á ný. Ef hann gerir það þá verður hann augljóslega í mínum plönum, ef hann viðheldur sama standard.

Við erum mjög ánægð því það er búið að hreinsa nafn hans og þessi tvö ár hljóta að hafa verið honum helvíti,“ bætti Hareide við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert