Jói Kalli áfram aðstoðarþjálfari

Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhannes Karl Guðjónsson mun halda starfi sínu áfram sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og verða Åge Hareide, nýráðnum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, til halds og trausts.

Jóhannes Karl var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar en á blaðamannafundi  í höfuðstöðvum KSÍ í dag staðfesti Hareide að Skagamaðurinn myndi halda áfram.

Hareide kvaðst hafa rætt við Jóa Kalla og litist afar vel á það sem hann hefði fram að færa.

Hann væri ungur og efnilegur þjálfari og því væri um góða blöndu að ræða þar sem Hareide, sem er 69 ára, er sjálfur hokinn af reynslu.

Aðspurður sagði Norðmaðurinn að hann byggist annars við því að gera einhverjar breytingar á starfsliði sínu en að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um hverjar þær verða að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert