Dramatískur sigur Stjörnunnar í úrvalsdeildarslag

Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson á mikilli ferð í kvöld.
Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson á mikilli ferð í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Stjarnan fagnaði dramatískum 1:0-heimasigri á ÍBV í eina úrvalsdeildarslag 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld.

Sindri Þór Ingimarsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í uppbótartíma framlengingarinnar. Liðunum gekk illa að skapa sér opin marktækifæri og urðu lokatölur í venjulegum leiktíma 0:0.

Leikurinn opnaðist meira þegar Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá ÍBV á fimmtu mínútu framlengingarinnar.

Mörkin létu hins vegar á sér standa, þar til Sindri skoraði loks sigurmarkið í blálokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert