Åge Hareide, nýr landsliðsþjálfari karla í fótbolta, lét sig ekki vanta á leik Stjörnunnar og ÍBV í Mjólkurbikar karla í kvöld.
Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á föstudag, er í stúkunni ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ og Jörundi Áka Sveinssyni, yfirmanni knattspyrnumála.
Myndir af Hareide í stúkunni má sjá í fréttinni.