Nýjar upplýsingar í máli Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Mál Gylfa Þórs Sig­urðsson­ar, sem var hand­tek­inn vegna gruns um kyn­ferðis­brot gegn ólögráða ein­stak­lingi, var látið niður falla síðastliðinn föstu­dag. The At­hletic rek­ur málið í ít­ar­legri grein á vef sín­um, þar sem nýj­ar upp­lýs­ing­ar koma fram. Miðil­inn grein­ir m.a. frá að meint­ur þolandi Gylfa hafi verið stúlka und­ir 16 ára.

Gylfi var hand­tek­inn í júlí árið 2021 og var laus gegn trygg­ingu, allt þar til málið var látið niður falla síðastliðinn föstu­dag. Alls liðu 637 dag­ar frá því hann var hand­tek­inn og þar til málið var loks látið niður falla. Gylfa var að minnsta kosti sleppt gegn trygg­ingu sjö sinn­um, á meðan mál­inu var frestað.

Límt fyr­ir þak­glugg­ann

Gylfi var sett­ur í bann hjá Evert­on, þar sem hann lék þegar hand­tak­an átti sér stað, en þó á full­um laun­um. Þá var hann flutt­ur í nýtt hús­næði á meðan hann beið eft­ir næstu vend­ing­um í mál­inu. The At­hletic seg­ir að límt hafi verið fyr­ir þak­glugg­ana, svo drón­ar gætu ekki myndað inn til hans.

Gylfi Þór Sigurðsson lék með Everton þegar hann var handtekinn.
Gylfi Þór Sig­urðsson lék með Evert­on þegar hann var hand­tek­inn. AFP

Hann hef­ur aldrei verið nafn­greind­ur í ensk­um fjöl­miðlum, þar sem málið var látið niður falla og hann var aldrei ákærður. Þá má ekki fjalla um atriði sem gætu gert fólki kleift að átta sig á því um hvern er að ræða. Þjóðerni Gylfa var t.a.m. aldrei gert ljóst í fjöl­miðlum á Englandi.

Eina ástæða þess að knatt­spyrnu­fé­lagið Evert­on kom fram, er vegna þess að fé­lagið sjálft gaf frá sér yf­ir­lýs­ingu. The At­hletic grein­ir frá að það hafi breytt litlu, því nán­ast all­ir hafi vitað um hvern málið snér­ist, sér­stak­lega vegna sam­fé­lags­miðla.

Var yngri en 16 ára 

Meint­ur þolandi Gylfa hef­ur aldrei verið nafn­greind­ur, né fjallað um hana. Eina sem vitað er, er að hún var yngri en 16 ára þegar meint brot áttu að hafa verið fram­in. Rétt eins og Gylfi, hef­ur meint­ur þolandi rétt á að koma fram op­in­ber­lega, sem hún hef­ur ekki kosið að gera til þessa.

Gylfi gæti snúið aftur í landsliðið, ef hann heldur knattspyrnuferlinum …
Gylfi gæti snúið aft­ur í landsliðið, ef hann held­ur knatt­spyrnu­ferl­in­um áfram. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

Gylfi var hand­tek­inn þegar und­ir­bún­ings­tíma­bilið fyr­ir tíma­bilið 2021/​22 var í full­um gangi hjá Evert­on. Var liðið að gera sig klárt til að ferðast til Banda­ríkj­anna í æf­inga­ferð. At­hletic grein­ir frá að hand­tak­an hafi komið öll­um inn­an fé­lags­ins í opna skjöldu, þar á meðal liðsfé­lög­um hans. Þurfti að taka erfiðar ákv­arðanir og sú fyrsta var að banna Gylfa að æfa og leika með liðinu.

Sú ákvörðun var tek­in vegna al­var­leika meintra brota. For­ráðamenn fé­lags­ins voru sam­mála um að það væri óhugs­andi fyr­ir Gylfa að spila og vera áfram inn­an fé­lags­ins, með eins al­var­legt mál hang­andi yfir sér.

Í rækt­inni og spilaði golf 

Fé­lagið hafði einnig hags­muni Gylfa að leiðarljósi og var ákveðið að það yrði of mikið fyr­ir hann sjálf­an að vera í sviðsljós­inu, eft­ir að hafa verið hand­tek­inn og grunaður um kyn­ferðis­brot gegn ólögráða ein­stak­lingi.

Skömmu eft­ir hand­tök­una tók Gylfi ákvörðun um að flytja frá Manchester, þar sem hann bjó á meðan hann lék með Evert­on, og til London. Þar vildi hann láta lítið fyr­ir sér fara og safnaði skeggi. Eft­ir því sem leið á málið, var hann far­inn að ferðast um London með al­menn­ings­sam­göng­um og var ávallt dug­leg­ur í rækt­inni. Þá spilaði hann einnig golf. Hann sást einnig á leikj­um ís­lenska kvenna­landsliðsins í fót­bolta á EM síðasta sum­ar.

Gylfi Þór Sigurðsson ræðir við frænku sína Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur …
Gylfi Þór Sig­urðsson ræðir við frænku sína Karólínu Leu Vil­hjálms­dótt­ur eft­ir leik Íslands og Frakk­lands á EM síðasta sum­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lög­regl­an í Manchester mun ekki tjá sig frek­ar um málið og mun­um því lík­lega aldrei vita hvers vegna það tók tæp­lega tvö ár að rann­saka mál, sem síðan var látið niður falla. Eða ná­kvæm­lega hvers eðlis meint brot áttu að hafa verið. 

Fer­ill­inn bú­inn? 

Það er ekk­ert sem bann­ar Gylfa að halda ferli sín­um áfram, hafi hann áhuga á því. The At­hletic grein­ir frá að aðstand­end­ur Gylfa séu óviss­ir hvort hann vilji taka upp þráðinn á ný, eft­ir eins langa fjar­veru og þessa.

Í grein­inni kem­ur fram að nán­ir fjöl­skyldumeðlim­ir Gylfa séu að íhuga að senda frá sér yf­ir­lýs­ingu, til að skýra hans hlið. Þegar þessi frétt At­hletic er skrifuð, tæp­lega viku eft­ir að málið var látið niður falla, hef­ur eng­in slík yf­ir­lýs­ing litið dags­ins ljós og Gylfi hef­ur ekki veitt viðtöl vegna máls­ins.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka