Íslenska U16-ára landsliðið í knattspyrnu karla lauk leik á þróunarmóti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á Möltu með því að vinna heimamenn örugglega, 4:1, í gær.
Karl Ágúst Karlsson, Thomas Ari Arnarsson, Jónatan Guðni Arnarsson og Árni Veigar Árnason skoruðu mörk Íslands í leiknum.
Íslensku piltarnir léku þrjá leiki, unnu tvo þeirra og töpuðu einum.
5:2-sigur vannst á Armeníu í fyrsta leik og annar leikurinn, gegn Eistlandi, tapaðist 2:3. Alls skoraði íslenska liðið því 11 mörk í leikjunum þremur.