Sigurmark Keflvíkinga kom í framlengingu

Stefan Ljubicic skoraði sigurmarkið.
Stefan Ljubicic skoraði sigurmarkið. mbl.is/Óttar

Keflavík varð í kvöld síðasta lið dagsins til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar karla í fótbolta með 1:0-sigri á ÍA í framlengdum leik á gervigrasinu í Keflavík.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og þannig var hún allt fram á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Þá skoraði Stefan Ljubicic sigurmarkið með góðum skalla eftir aukaspyrnu frá Sami Kamel.

Vont varð verra fyrir ÍA á síðustu augnablikum leiksins, þegar Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson fékk beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður.

Keflavík leikur í Bestu deildinni en ÍA féll úr deildinni á síðasta ári.

Síðari átta leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert