Ef þetta er ekki rétti maðurinn

Åge Hareide heillaði alla upp úr skónum.
Åge Hareide heillaði alla upp úr skónum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norðmaðurinn Åge Hareide heillaði alla upp úr skónum á fréttamannafundi KSÍ í fyrradag.

Jákvæður, brosmildur og með hrein og greinargóð svör við öllum spurningum.

Hann hefur greinilega ekkert breyst síðan ég hitti hann á æfingasvæði Bröndby í Danmörku sumarið 2000.

Þá var hann þjálfari Bröndby sem lék gegn KR í Evrópukeppni og vann 3:1 samanlagt.

Norðmaðurinn gaf mér allan þann tíma sem ég vildi til að spjalla og spyrja og var einmitt svona. Jákvæður, brosmildur og hreinn og beinn í öllum svörum.

Mér hefur verið hlýtt til hans síðan, fylgst vel með farsælum ferli hans, og ef þetta er ekki rétti maðurinn til að taka við íslenska landsliðinu núna, þá veit ég ekki hvað.

En það má staldra við og hrósa forvera hans, Arnari Þór Viðarssyni.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert