FH tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3:1-útisigri á Ægi í dag. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik.
Það fyrsta gerði Kjartan Kári Halldórsson á 54. mínútu, er hann kom FH í 1:0. Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forskotið með marki úr víti á 69. mínútu.
Ægismenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn á 84. mínútu er Cristofer Rolin skoraði. Aðeins mínútu síðar skoraði Kjartan Kári hins vegar á ný og tryggði FH tveggja marka sigur.