Gylfi mættur aftur til landsins

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til Íslands á ný eftir tæplega tveggja ára fjarveru vegna farbanns en hann var fastur á Englandi vegna gruns um kyn­ferðis­brot gegn ólögráða ein­stak­lingi. Mál hans var látið niður falla síðastliðinn föstu­dag.

Þetta herma heimildir fótbolta.net.

Gylfi var hand­tek­inn í júlí árið 2021 og var laus gegn trygg­ingu, allt þar til málið var látið niður falla síðastliðinn föstu­dag. Alls liðu 637 dag­ar frá því hann var hand­tek­inn og þar til málið var loks látið niður falla. Gylfi var að minnsta kosti sleppt gegn trygg­ingu sjö sinn­um, á meðan mál­inu var frestað.

Nú, þegar hann má loks ferðast aftur, er hann mættur til Íslands en samkvæmt fótbolta.net kom hann til landsins í gær. 

Gylfi hefur ekki enn tjáð sig um málið en í grein The Athletic í gær kemur fram að nán­ir fjöl­skyldumeðlim­ir Gylfa séu að íhuga að senda frá sér yf­ir­lýs­ingu, til að skýra hans hlið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert