Knattspyrnudeild ÍBV hefur gengið frá samningi við Valentinu Bonaiuto og mun hún keppast um markvarðarstöðu liðsins á komandi tímabili.
Bonaiuto er frá Venesúela, en hefur leikið með Clayton State í bandaríska háskólaboltanum á undanförnum árum.
ÍBV hefur leik í Bestu deildinni á þriðjudag með heimaleik við Selfoss.