Njarðvík áfram eftir fimm marka seinni hálfleik

Luqman Hakim skoraði fjórða markið.
Luqman Hakim skoraði fjórða markið. Ljósmynd/Njarðvík

Njarðvík tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta með 4:1-heimasigri á KFA á gervigrasinu við knatthúsið í Keflavík.

Staðan í hálfleik var markalaus, en fyrirliðinn Marc McAusland skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir Njarðvík á 60. og 67. mínútu.

Marteinn Már Sverrisson minnkaði muninn fyrir Austfirðinga á 86. mínútu, en þeir Oumar Diouck og Luqman Hakin gulltryggðu sigur Njarðvíkur með tveimur mörkum í blálokin.

Njarðvík leikur í 1. deild á leiktíðinni og KFA í 2. deild.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert