Þróttur úr Reykjavík hefur samið við kanadísku knattspyrnukonuna Tönyu Boychuk um að leika með liðinu á komandi tímabili.
Boychuk er 22 ára gamall sóknarmaður sem lék síðast með liði Memphis-háskóla í bandaríska háskólaboltanum.
Hún á að baki leiki fyrir U20-ára landslið Kanada en er einnig gjaldgeng hjá Úkraínu þar sem faðir hennar er þaðan.
Boychuk hefur einnig æft dýfingar og frjálsar íþróttir en hefur undanfarin ár einbeitt sér alfarið að knattspyrnunni.