Víkingur úr Reykjavík tryggði sér í kvöld sigur í B-deild deildabikars kvenna í fótbolta, Lengjubikarsins, með stórsigri á Fram, 6:0, á Víkingsvellinum.
Víkingur fékk þar með 19 stig úr sjö leikjum en eina liðið sem gat komið í veg fyrir sigur Víkings, HK, er í öðru sæti með 15 stig og á einn leik eftir.
Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði þrennu í leiknum, Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu sitt markið hvor og eitt var sjálfsmark.
Í B-deildinni leika átta af þeim tíu liðum sem skipa 1. deild kvenna í sumar, nema liðin tvö sem féllu úr Bestu deildinni, Afturelding og KR.