„Fyrir mína parta er þetta allt of mikið fyrir einn mann,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Selfoss, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Tindastól.
Tindastól er spáð 9. sætinu og falli úr deildinni í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 2. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.
„Donni er hins vegar ofboðslega mikill stemningsmaður og ég fagna því að fá hann aftur í deildina,“ sagði Bára meðal annars þegar rætt var um þjálfarann Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktan sem Donna.