„Heldurðu að þeir séu nógu ruglaðir?“

Guðni Eiríksson hefyr stýrt FH frá árinu 2018.
Guðni Eiríksson hefyr stýrt FH frá árinu 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að þjálfararnir þurfi að leggja hlutina öðruvísi upp núna,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um FH.

Hafnfirðingum er spáð 10. sætinu og falli úr deildinni í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 1. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Heldurðu að þeir séu nógu ruglaðir að mæta til leiks með sama leikplan og síðast?“ sagði Lilja.

„Ég held að þeir séu ekki að fara breyta fá því sem þeir hafa verið að gera,“ skaut Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir þá inn í.

„Ég held að það verði mjög gaman að sjá þær í fyrsta leik og hvernig þeir muni stilla upp,“ sagði Lilja meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert