Kemur eitt þeirra á óvart?

Þróttarakonur gætu hæglega blandað sér í toppbaráttuna í ár.
Þróttarakonur gætu hæglega blandað sér í toppbaráttuna í ár. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þróttur úr Reykjavík, Selfoss og Þór/KA enda í fjórða, fimmta og sjötta sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta á komandi keppnistímabili og verða því öll í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt í tvennt á lokasprettinum í haust.

Þetta er niðurstaðan í hinni árlegu spá fjölmiðla Árvakurs um lokastöðu Bestu deildar kvenna þar sem 20 manns tóku þátt, starfsfólk Morgunblaðsins, mbl.is og K100 ásamt lausapennum og fréttariturum sem fjalla um leiki deildarinnar.

Þróttur fékk 131 stig í fjórða sæti í spánni, Selfoss fékk 115 stig í fimmta sæti og Þór/KA 108 stig í sjötta sæti. Lítill munur er því á þessum liðum sem öll geta gert toppliðum deildarinnar skráveifu og jafnvel komist í baráttuna um efstu sætin ef allt gengur að óskum á komandi tímabili.

Nánari umfjöllun um liðin þrjú má lesa á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert