Real Madrid vann nokkuð þægilegan sigur á Celta Vigo, 2:0, á heimavelli í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Spánverjinn Marco Asensio kom Real yfir í fyrri hálfleiknum og það var svo brasilíski varnarmaðurinn Éder Militao sem tvöfaldaði forystuna í þeim síðari.
Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar með 65 stig eftir 30 leiki, átta stigum á eftir toppliði Barcelona sem á einnig leik til góða. Celta Vigo er í 12. sæti með 36 stig.