„Maður hefur ekkert alltaf séð einhverja fimm leikmenn koma til Keflavíkur,“ sagði Helana Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Keflavík.
Keflavík er spáð 8. sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
„Það var troðið upp í mann sokk sem var vel gert og ég vona að það verði eitthvað svona skemmtilegt í sumar líka,“ sagði Helena meðal annars en hún var ein af þeim sem spáði Keflavík falli á síðustu leiktíð.