Erfitt að átta sig á leikplani kvennalandsliðsins

„Ég væri alveg til í að vita hvað planið er hjá liðinu og þá sérstaklega sóknaruppleggið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið.

Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun liðsins í janúar 2021 en gengi liðsins hefur verið upp og ofan.

Liðinu mistókst að komast upp úr riðlinum í lokakeppni Evrópumótsins síðasta sumar og þá missti kvennalandsliðið naumlega af sæti á HM eftir tap gegn Hollandi og svo gegn Portúgal í umspili.

„Sigurmarkið á móti Sviss í síðasta vináttuleik var frábært og það var svona Steina-mark en við höfum einfaldlega ekki séð nægilega mikið frá Steina í liðinu og maður bíður eftir því,“ sagði Helena.

„Eins og hann róteraði þessu í lokakeppninni á EM var stórfurðulegt og það var mjög sérstakt. Þú átt að vera búinn að negla niður liðið þitt þegar komið er inn í lokakeppni,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Selfoss, meðal annars. 

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki gegn Portúgal á síðasta ári.
Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki gegn Portúgal á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert