Höfum spilað á mun verri völlum

Oliver Sigurjónsson, lengst til hægri, í leiknum í dag.
Oliver Sigurjónsson, lengst til hægri, í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslands­meist­ar­ar Breiðabliks heim­sóttu ÍBV í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í dag. Leik­ur­inn var jafn en endaði með sigri heima­manna í ÍBV, 2:1. Sig­ur­markið kom úr víta­spyrnu á loka and­ar­tök­um leiks­ins.

Oli­ver Sig­ur­jóns­son stóð vakt­ina á miðju Blika í dag og var sam­mála því að leik­ur­inn hafi verið jafn.

„Þetta var skrýt­inn leik­ur. Lít­il ákefð, ekk­ert mikið hlaupið og frek­ar mik­il stöðubar­átta. Það var eig­in­lega ekk­ert að ger­ast í fyrri hálfleik nema kannski þessi mörk, og skalli eft­ir horn­spyrnu hjá þeim. Ég veit ekki al­veg hvernig þessi fót­bolta­leik­ur var. Þetta var bara ein­hver stöðubar­átta og svo var þetta ör­ugg­lega að fara detta öðru hvoru meg­in,“ sagði Oli­ver.

Eyja­menn komust yfir en Blikar jöfnuðu rétt und­ir lok fyrri hálfleiks. Oli­ver var svekkt­ur að geta ekki nýtt meðbyr­inn bet­ur inn í seinni hálfleik.

„Mér fannst við aðeins hafa yf­ir­hönd­ina í byrj­un síðari hálfleiks en ekk­ert áber­andi. Þetta var jafn leik­ur. Við för­um ekki nógu vel með mögu­leik­ana okk­ar og ÍBV fékk líka fullt af mögu­leik­um. Það vantaði kannski aðeins und­ir lok­in hjá okk­ur.

Síðustu 20 bætt­ist aðeins í vind­inn og við leyst­um bara illa úr því. Við fór­um að sparka bolt­an­um svo­lítið mikið upp í loftið og ekki að ná stjórn á hon­um. Þetta varð svo­lítið mikið svona hopp og skopp. Svekkj­andi að geta ekki nýtt meðbyr­inn sem við feng­um und­ir lok fyrri hálfleiks til að hafa meiri kraft í seinni hálfleik.“

Þetta var fyrsti leik­ur tíma­bils­ins á Há­steinsvelli og var völl­ur­inn ekki eins og hann er þegar hann er upp á sitt besta. Sár voru á víð og dreif um völl­inn og þá helst við hliðarlín­una hjá vara­manna­skýl­un­um. Blikar spila á gervi­grasi en Oli­ver gaf lítið fyr­ir aðstæðurn­ar engu að síður.

„Nei, við höf­um spilað á mun verri völl­um. Þetta var bara fínn völl­ur. Það verður hent í okk­ur fullt af áskor­un­um og mót­læti. Það var líka þannig í fyrra. Þannig við þurf­um bara að halda hausn­um uppi og ekki vera að pæla í ein­hverj­um ut­anaðkom­andi aðstæðum, sama hvort það er dóm­ar­inn eða grasið. Við þurf­um bara að halda áfram. Það er bara eina svarið.

Eft­ir leik­inn eru Blikar með þrjú stig af níu mögu­leg­um og sitja í sjö­unda sæti. Það er vænt­an­lega mikið svekk­elsi með ár­ang­ur­inn þess­ar fyrstu um­ferðir í græna hluta Kópa­vogs. Oli­ver var fullmeðvitaður um stöðu mála en var þó bjart­sýnn á að liðið geti snúið þessu við fljót­lega.

„Það er bara sex stig­um of lítið. Auðvitað hefðum við viljað byrja bet­ur. Ef þú ætl­ar að verða Íslands­meist­ari verður þú að safna eins mörg­um stig­um og þú vilt, og það er auðvitað mark­miðið. Þetta er bara ekki nógu gott. Við get­um ekk­ert annað en farið á æf­ingu, fundi og safnað okk­ur sam­an og gefið hvor­um öðrum orku, því við erum sam­an í þessu. Það munu koma stig í hús,“ sagði Oli­ver Sig­ur­jóns­son að lok­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka