ÍBV skellti Blikum í Eyjum

Ágúst Eðvald Hlynsson kvartar í Jóhanni Ingi Jónssyni dómara í …
Ágúst Eðvald Hlynsson kvartar í Jóhanni Ingi Jónssyni dómara í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV tók á móti Íslands­meist­ur­um Breiðabliks í Bestu deild karla á Há­steinsvelli í Vest­manna­eyj­um í dag. Leik­ur­inn endaði með 2:1 sigri heima­manna en sig­ur­markið kom úr víta­spyrnu í upp­bót­ar­tíma.

Eyja­menn voru betri sókn­ar­lega í fyrri hálfleik og áttu nokk­ur góð mark­tæki­færi. Eitt slíkt kom eft­ir horn­spyrnu á 10. mín­útu þegar Blikar vörðu skalla Tóm­as­ar Bent á marklínu.

Ekki löngu síðar varði Ant­on, markvörður Blikar, meist­ara­lega frá Her­manni Þór sem hitti svo bolt­ann ekki stuttu síðar þegar bolt­inn barst hon­um inni í teig.

Á 38. mín­útu áttu Eyja­menn horn­spyrnu sem Blikar komu frá. Bolt­inn barst hins­veg­ar til Fel­ix á vinstri vængn­um sem kom með stór­hættu­lega fyr­ir­gjöf. Hún barst til Sverr­is Páls sem átti skot á markið sem Ant­on Ari varði virki­lega vel. Bolt­inn endaði hins­veg­ar hjá Hall­dóri Jóni í væn­legri stöðu. Hann kláraði færið vel í markið hjá Blik­um og Eyja­menn komn­ir yfir, 1:0.

Blikar sóttu hins­veg­ar í sig veðrið það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks og tókst að jafna í upp­bót­ar­tíma. Eyja­menn sofnuðu þá á verðinum þegar Breiðabliks­menn fengu auka­spyrnu ná­lægt hliðarlín­unni á hægri kanti. Vikt­or Karl fékk bolt­ann í kana­l­in­um og átti auðvelda fyr­ir­gjöf á Hösk­uld sem skallaði bolt­ann auðveld­lega og pressu­laust fram­hjá Jóni Kristni í marki Eyja­manna, 1:1.

Blik­um mistókst að nýta sér meðbyr­inn í síðari hálfleik og var frek­ar jafnt með liðinum út leik­inn og lítið um góð mark­tæki­færi. Þegar leið á leik­inn fór aðeins að hitna í kol­un­um og er óhætt að segja að Eyja­menn hafi verið heppn­ir að klára leik­inn með 11 leik­menn inni á vell­in­um.

Þegar um 10 mín­út­ur lifðu leiks fékk Breki Ómars­son, varamaður ÍBV, bolt­ann í dauðafæri en skóflaði bolt­an­um yfir markið. Bolt­inn hafði borist frá Fel­ix Erni, leik­manni ÍBV, en hann virt­ist vera á leiðinni inn í markið þegar Breki tók bolt­ann.

Í upp­bót­ar­tíma dró hins­veg­ar held­ur bet­ur til tíðinda. Sverr­ir Páll, sókn­ar­maður ÍBV, fékk bolt­ann út við hlið víta­teigs Breiðabliks­manna. Hann freistaði þess að gefa bolt­ann fyr­ir og Vikt­or Örn, varn­ar­maður Breiðabliks, henti sér fyr­ir bolt­ann. Hann fékk bolt­ann hins­veg­ar í hönd­ina og Jó­hann Ingi dóm­ari benti á punkt­inn eft­ir ör­litla um­hugs­un. Eiður Aron, fyr­irliði Eyja­manna, fór á punkt­inn og skoraði af ör­yggi. 2:1 fyr­ir heima­mönn­um í ÍBV og aðeins mín­úta eða tvær eft­ir af leikn­um.

Breiðabliks­menn freistuðu þess auðvitað að jafna og settu nán­ast allt liðið sitt upp völl­inn. Allt kom þó fyr­ir ekki og Eyja­menn héldu út að lokaf­lauti Jó­hanns Inga.

Fyrstu stig ÍBV í Bestu deild karla 2023 staðreynd og það gegn Íslands­meist­ur­um Breiðabliks, sem eru aðeins með 3 stig eft­ir 3 leiki. Fyr­ir loka­leik dags­ins sitja Eyja­menn í ní­unda sæti og Breiðablik í því sjö­unda.

ÍBV 2:1 Breiðablik opna loka
skorar Halldór J. S. Þórðarson (38. mín.)
skorar Eiður Aron Sigurbjörnsson (90. mín.)
Mörk
skorar Höskuldur Gunnlaugsson (45. mín.)
fær gult spjald Halldór J. S. Þórðarson (32. mín.)
fær gult spjald Elvis Bwomono (54. mín.)
fær gult spjald Jón Ingason (82. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Viktor Karl Einarsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Eyjamenn vinna Íslandsmeistara Breiðabliks í 3. umferð. Fyrstu stig Eyjamanna. Takk fyrir mig.
90
Blikar setja allan Kópavoginn fram á völlinn.
90 MARK! Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) skorar
2:1 - Eiður Aron er að klára leikinn fyrir Eyjamenn!!!
90
Eiður fer á punktinn
90 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Mótmæli
90 ÍBV fær víti
Sverrir er að reyna að gefa boltann fyrir og Viktor rennir sér fyrir og fær boltann í hendurna.
90
4 í uppbót
89 ÍBV fær hornspyrnu
86 Filip Valencic (ÍBV) kemur inn á
86 Jón Ingason (ÍBV) fer af velli
82 Jón Ingason (ÍBV) fær gult spjald
Appelsínugult. Ljót tækling.
82 Jón Ingason (ÍBV) á skot sem er varið
80 Breki Ómarsson (ÍBV) á skot framhjá
Hvað? Felix er að setja boltann að mér sýnist á markið og boltinn á leiðinni inn en Breki sparkar í boltann og það lengst yfir markið. Algjört dauðafæri hjá Breka.
77 Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV) kemur inn á
77 Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV) fer af velli
77 Breki Ómarsson (ÍBV) kemur inn á
77 Tómas Bent Magnússon (ÍBV) fer af velli
73 ÍBV fær hornspyrnu
71 Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) kemur inn á
71 Halldór J. S. Þórðarson (ÍBV) fer af velli
70 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) kemur inn á
70 Alex Freyr Elísson (Breiðablik) fer af velli
70 Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) kemur inn á
70 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) fer af velli
70 Tómas Bent Magnússon (ÍBV) á skot framhjá
Eyjamenn fá aukaspyrnu nálægt hliðarínu og Tómas neglir boltanum frámhjá.
65
Það er sóknardeyfð yfir leiknum þessa stundina og liðin lítið að skapa.
62 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Sneiðir hann þarna framhjá. Hefði getað skapað hættu.
61 Breiðablik fær hornspyrnu
59 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Skot utan teigs sem fer beint á Jón Kristinn.
55 ÍBV fær hornspyrnu
54 Elvis Bwomono (ÍBV) fær gult spjald
Elvis fleygir sér í hættulega tæklingu. Hann nær ekki að snerta Alex Frey, en uppsker réttilega gult engu að síður.
50 Breiðablik fær hornspyrnu
Hættuleg sókn Blika sem Elvis hreinsar í horn
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Jóhann flautar strax eftri miðjuna.
45 MARK! Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) skorar
1:1 - Eyjamenn sofa á verðinum og Höskuldur stangar boltann inn í uppbótartíma.
43 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
42 Breiðablik fær hornspyrnu
42 Patrik Johannesen (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Jón Kristinn þurfti að hafa sig allan við að verja þetta.
38 MARK! Halldór J. S. Þórðarson (ÍBV) skorar
1:0 - Felix með fasta fyrirgjöf sem Sverrir fær 1-2 metra frá markinu. Anton ver það meistaralega en boltinn berst til Halldórs sem klárar í markið. Sverrir fær fantasy-assist frá mér allavega.
38 ÍBV fær hornspyrnu
34 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar aðeins að skrúfa upp hitann í sóknarleiknum hjá sér.
34 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
33 Breiðablik fær hornspyrnu
33 Breiðablik fær hornspyrnu
32 Halldór J. S. Þórðarson (ÍBV) fær gult spjald
Fer groddalega í einvígi við Alex Frey. Nær boltanum en samt aukaspyrna og gult.
29
Hermann fær boltann inni í teig Blika eftir fyrirgjöf frá Felixi en í stað þess að skjóta í fyrsta reynir hann að taka snertingu og missir boltann frá sér.
23
Eyjamenn hættulegri þessar fyrstu mínútur leiksins.
21 Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV) á skalla sem er varinn
Skalli eftir fyrirgjöf hjá Hermanni sem Anton ver upp í samskeytin. Hann fær boltann aftur í góðri stöðu stuttu seinna en hittir ekki boltann.
19
Brotið er á Sverri inni í teig Blika en Jóhanni Ingi lætur sér fátt um finnast.
17
Blikar eru farnir að halda boltanum ansi vel.
11
Tómas Bent á bakfallsspyrnu sem fer innfyrir vörn Blika og Halldór Jón er mjög nálægt því að komast í skot einn á móti markamanni. Viktor Örn nær að stöðva Halldór áður en hann nær skotinu.
10 Tómas Bent Magnússon (ÍBV) á skalla sem er varinn
Vá! Blikar bjarga á línu frá Tómasi Bent sem vinnur skallann eftir hornspyrnu frá Felixi.
9 ÍBV fær hornspyrnu
8
Bæði lið með ágætis takta í upphafi leiks. Sóknarþunginn fyrstu mínúturnar er aðeins Eyjamönnum í vil þótt engin hætta hafi skapast enn.
4
Patrik næstum sloppinn í gegn en Jón Kristinn með á nótunum og kemst í boltann eftir þunga snertingu frá sóknarmanninum knáa.
2
Blikar byrja af krafti.
1 Breiðablik fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann og sækja til austurs.
0
Blikar hlaða í liðsmynd enda fallegasta umhverfið á Íslandi
0
Jæja, Bestudeildarlagið ómar í Eyjum annað árið. Liðin ganga inn á völlinn og nokkrir ungir peyjar fá að fylgja þeim.
0
Stefnir í ágætis mætingu.
0
Hásteinsvöllur hefur séð fífil sinn fegurri. Það slasar sig eflaust einhver í dag.
0
Það var auðvitað bikar í vikunni og þar þurftu Eyjamenn að spila 120 mín. Það er því eðlilegt að hrófla eitthvað við liðinu.
0
Jújú - Anton Logi og Arnór Sveinn byrjuðu á móti Val í síðustu umferð, eru ekki í hóp í dag. Alex og Oliver Sigurjóns koma í byrjunarliðið.
0
Þarf eitthvað að fara yfir þessa leikmannasúpu hjá Blikum?
0
Hermann með nóg af breytingum á sínu liði í dag. Guðjón Ernir sem spilar nánast allar mínútur fyrir ÍBV sem til eru þarf að setjast á bekkinn ásamt Filip og Bjarka liðsfélögum sínum. Inn koma Halldór JSÞ, Hermann Þór og Sverrir Páll.
0
Breiðablik er með þrjú stig eftir tvo leiki en liðið tapaði fyrir HK í fyrstu umferð áður en það vann Val í annarri umferð. ÍBV er á botni deildarinnar án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum.
0
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

ÍBV: (4-4-2) Mark: Jón Kristinn Elíasson. Vörn: Elvis Bwomono, Sigurður Arnar Magnússon, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Jón Ingason (Filip Valencic 86). Miðja: Halldór J. S. Þórðarson (Guðjón Ernir Hrafnkelsson 71), Tómas Bent Magnússon (Breki Ómarsson 77), Alex Freyr Hilmarsson, Felix Örn Friðriksson. Sókn: Hermann Þór Ragnarsson (Bjarki Björn Gunnarsson 77), Sverrir Páll Hjaltested.
Varamenn: Mikkel Hasling (M), Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Bjarki Björn Gunnarsson, Filip Valencic, Eyþór Daði Kjartansson, Breki Ómarsson, Ólafur Haukur Arilíusson.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Alex Freyr Elísson (Davíð Ingvarsson 70). Miðja: Oliver Sigurjónsson, Viktor Karl Einarsson, Gísli Eyjólfsson. Sókn: Jason Daði Svanþórsson (Stefán Ingi Sigurðarson 70), Patrik Johannesen, Ágúst Eðvald Hlynsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Alexander Helgi Sigurðarson , Ágúst Orri Þorsteinsson, Eyþór Aron Wöhler, Stefán Ingi Sigurðarson, Davíð Ingvarsson, Oliver Stefánsson.

Skot: Breiðablik 6 (3) - ÍBV 7 (5)
Horn: Breiðablik 7 - ÍBV 5.

Lýsandi: Jónas Bergsteinsson
Völlur: Hásteinsvöllur
Áhorfendafjöldi: 312

Leikur hefst
23. apr. 2023 16:00

Aðstæður:
Hæg austan og pínu kuldi. Búið að rigna vel í dag.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Guðmundur Ingi Bjarnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert