Íslandsmeistararnir fá öflugan framherja

Valskonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar.
Valskonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. mbl.is/Óttar Geirsson

Bandaríska knattspyrnukonan Jamia Fields er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals og er komin með leikheimild fyrir stórleikinn gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar sem fer fram á Hlíðarenda annað kvöld.

Jamia er 29 ára gömul og hefur leikið með fjórum liðum í bandarísku atvinnudeildinni, NWSL. Síðast með Washington Spirit en áður með Houston Dash, Orlando Pride og Western New York Flash.

Þá lék hún eitt tímabil í norsku úrvalsdeildinni, fyrst með Arna-Björnar en skipti síðan yfir til Avaldsnes á miðju sumri. Jamia hefur leikið með bæði U20 ára og U17 ára landsliðum Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert