Elín að taka fram skóna að nýju?

Elín Metta Jensen í leik með íslenska landsliðinu síðastliðið haust.
Elín Metta Jensen í leik með íslenska landsliðinu síðastliðið haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Metta Jensen, sem lagði knattspyrnuskóna á hilluna að loknu síðasta tímabili, hefur að undanförnu æft með Stjörnunni.

Fótbolti.net greinir frá.

Elín Metta er aðeins 28 ára gömul en hefur undanfarin ár stundað nám í læknisfræði við Háskóla Íslands samhliða knattspyrnuiðkun.

Hún greindi frá því í tilkynningu síðastliðið haust að skórnir væru komnir upp í hillu svo hún gæti loks sinnt öðrum hugðarefnum sem hafi setið á hakanum.

Á ferlinum lék Elín Metta 263 leiki í efstu deild fyrir Val og skoraði í þeim 193 mörk, auk þess að leika 62 landsleiki og skora í þeim 16 mörk.

Stjarnan hefur verið í leit að sóknarmanni frá því að Katrín Ásbjörnsdóttir skipti yfir til Breiðabliks og er ekki loku fyrir það skotið að lausnin sé fólgin í að semja við Elínu Mettu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert