„Það er alltaf erfiðara að verja titil en að sækja hann og að ætla að fara að gera það þriðja árið í röð sé ég ekki gerast,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Selfoss, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Val.
Ríkjandi Íslandsmeisturum Vals er spáð Íslandsmeistaratitilinum í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hefur orðið meistari undanfarin tvö tímabil.
„Þær eru vissulega búnar að vera með marga leikmenn í meiðslum á undirbúningstímabilinu sem er auðvitað ekki gott heldur því þá ertu ekki búinn að vera að spila á liðinu sem þú vilt spila á,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, meðal annars.