Getur kallað fram það besta í þeim

„Þær hafa ekki heillað mann þegar horft er til spilamennskunnar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Breiðablik.

Blikum er spáð 3. sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Þær fá Katrínu Ásbjörns sem hefur ekkert spilað með þeim og ég held að hún verði mjög gott akkeri þarna sem getur tengt saman sóknarleikinn þeirra,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Selfoss. 

„Hún getur kallað fram það besta í leikmönnum eins og Öglu Maríu Albertsdóttur og Birtu Georgsdóttur,“ sagði Bára meðal annars. 

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Breiðabliki er spáð 3. sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs.
Breiðabliki er spáð 3. sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert