Gylfi Þór velkominn á æfingar

Gylfi Þór Sigurðsson er uppalinn hjá FH í Hafnarfirðinum.
Gylfi Þór Sigurðsson er uppalinn hjá FH í Hafnarfirðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er velkominn á æfingar hjá uppeldisfélagi sínu FH en hann sneri aftur til landsins um þarsíðustu helgi eftir tveggja ára farbann á Englandi.

Þetta tilkynnti Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við fótbolta.net í dag.

Gylfi Þór, sem er 33 ára gamall, er án félags en samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út síðasta sumar.

Hafa ekki sett sig í samband við Gylfa

„Nei, það höfum við ekki gert,“ sagði Davíð Þór þegar hann var spurður hvort félagið hefði verið í sambandi við Gylfa eftir að hann sneri aftur til landsins.

„Við höfum ekkert talað við hann eða neitt svoleiðis, en að sjálfsögðu væri hann alltaf velkominn á æfingar hjá okkur. Það segir sig bara sjálft, þetta er einn allra besti leikmaður sem við Íslendingar höfum átt.

Ef hann vill eitthvað prófa að fara í fótbolta þá er hann svo sannarlega velkominn að koma á æfingar hjá okkur, og ég held að hann viti það svo sem alveg,“ bætti Davíð við í samtali við fótbolta.net.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka