Valskonur eru líklegastar

Valur hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár tímabil.
Valur hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár tímabil. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur og Breiðablik, þau tvö lið sem fjölmiðlar Árvakurs spá tveimur efstu sætunum í hinni árlegu spá fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta, mætast í fyrstu umferð deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld.

Í spánni tóku 20 manns þátt, starfsfólk Morgunblaðsins, mbl.is og K100 ásamt lausapennum og fréttariturum sem fjalla um leiki deildarinnar.

Valur fékk þar 187 stig í efsta sætinu, Breiðablik 172 stig í öðru sæti og Stjarnan 170 stig í þriðja sæti, þannig að mjög mjótt var á mununum. Níu spáðu Val Íslandsmeistaratitlinum, sex reikna með sigri Stjörnunnar og fimm með sigri Breiðabliks.

Í heild fór spáin þannig að Þróttur fékk 131 stig í fjórða sæti, Selfoss 115 stig, Þór/KA 108, ÍBV 83, Keflavík 60, Tindastóll 38 og FH 36 stig.

Nánari umfjöllun um liðin þrjú má lesa á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert