Eltir þjálfarann vestur

Loic Ondo í leik með Kórdrengjum.
Loic Ondo í leik með Kórdrengjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Loic Ondo er orðinn leikmaður Vestra, en hann lék síðast með Kórdrengjum.

Ondo, sem er frá Gabon, lék fyrst hér á landi árið 2010 með Grindavík. Hann hefur einnig leikið með Fjarðabyggð, Gróttu og Aftureldingu.

Þá þekkir hann Vestfirðina vel, þar sem hann lék með BÍ/Bolungarvík sumarið 2011 og svo aftur á árunum 2013 til 2015.

Varnarmaðurinn lék undir stjórn Davíðs Smára Lamude hjá Kórdrengjum og eltir hann því þjálfarann vestur, þar sem Davíð tók við Vestra eftir síðasta tímabil.  

Alls hefur Ondo leikið 30 leiki í efstu deild og skorað í þeim eitt mark. Í 151 leik í 1. deild hefur Ondo gert ellefu mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert