Þrjár bikarviðureignir liða úr Bestu deildinni

Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar, hafa unnið keppnina þrjú ár í …
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar, hafa unnið keppnina þrjú ár í röð, og sigruðu FH í úrslitaleik síðasta haust. mbl.is/Óttar Geirsson

Dregið var til sextán liða úrslitanna í bikarkeppni karla í fótbolta, Mjólkurbikarnum, nú í hádeginu og í þremur leikjum af átta mætast lið úr Bestu deildinni innbyrðis.

Tíu lið eru eftir í keppninni úr Bestu deild karla: Breiðablik, FH, Fylkir, HK, KA, Keflavík, KR, Stjarnan, Valur og Víkingur R.

Sex lið eru eftir úr 1. deild karla: Grindavík, Grótta, Leiknir R., Njarðvík, Þór og Þróttur R.

Leikirnir fara fram dagana 17. til 19. maí.

Þessi lið mætast:

Víkingur R. - Grótta
Valur - Grindavík
Stjarnan - Keflavík
Þróttur  R. - Breiðablik
FH - Njarðvík
HK - KA
Þór - Leiknir R.
Fylkir - KR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert