Launakostnaður Vals tæplega 209 milljónir

Valsararnir Andri Rúnar Bjarnason og Aron Jóhannsson fagna marki gegn …
Valsararnir Andri Rúnar Bjarnason og Aron Jóhannsson fagna marki gegn Fram á dögunum. mbl.is/Óttar Geirsson

Valsmenn borguðu leikmönnum sínum í Bestu deild karla og kvenna í knattspyrnu tæplega 209 milljónir íslenskra króna í laun á síðasta ári.

Þetta kom fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskra knattspyrnuliða sem nær yfir tímabilið 2019 til ársins 2022.

Valsmenn eru í sérflokki þegar kemur að launakostnaði en Breiðablik greiddi leikmönnum sínum, karla- og kvennamegin, tæplega 179 milljónir króna í laun í fyrra.

KA greiddi sínum leikmönnum 156 milljónir króna, Víkingur úr Reykjavík greiddi 124 milljónir og FH og ÍBV greiddu 103 milljónir í laun. Önnur félög, sem léku í efstu deild síðasta sumar, greiddu undir 100 milljónir í laun.

Ljósmynd/Skýrsla KSÍ og Deloitte
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert