Íslensk knattspyrnufélag seldu leikmenn erlendis fyrir 859 milljónir íslenskra króna á árunum 2019 til 2022.
Þetta kom fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskra knattspyrnuliða sem nær yfir tímabilið 2019 til 2022.
Karlamegin seldu íslensk félagslið leikmenn fyrir 126 milljónir árið 2019, árið 2020 voru seldir leikmenn fyrir 215 milljónir, árið 2021 voru seldir leikmenn fyrir 169 milljónir og árið 2022 voru leikmenn seldir fyrir 327 milljónir.
Alls seldu félögin leikmenn karlamegin fyrir 837 milljónir alls en um er að ræða 56 leikmenn sem voru seldir út í atvinnumennsku.
Kvennamegin seldu íslensk félagslið leikmenn fyrir sex milljónir króna árið 2020, sjö milljónir árið 2021 og níu milljónir árið 2022 eða 22 milljónir alls. Alls voru 17 leikmenn seldir á þessu tímabili.