Áfall fyrir Breiðablik

Anna Rakel Pétursdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir í baráttunni í …
Anna Rakel Pétursdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir í baráttunni í leik Breiðabliks og Vals í úrslitum bikarkeppninnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Helena Ósk Hálfdánardóttir leikur að öllum líkindum ekkert með Breiðabliki í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Helena Ósk, sem er 22 ára, sleit krossband í vetur og því ólíklegt að hún geti tekið þátt í leikjum Breiðabliks í sumar.

Hún gekk til liðs við Breiðablik frá Fylki síðasta sumar og lék 10 leiki með liðinu í Bestu deildinni.

Helena Ósk er uppalin hjá FH en alls á hún að baki 82 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 9 mörk.

Þá á hún að baki 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hún hefur skorað fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert