Klæmint bjargaði Blikum á síðustu stundu

Stefán Ingi Sigurðarson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark …
Stefán Ingi Sigurðarson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark Blika á 4. mínútu í kvöld. mbl.is/Eggert

Blikar þurftu að fara erfiðu leiðina til að vinna Fram í Fylk­is­vell­in­um í kvöld í fyrsta leik fjórðu um­ferðar Bestu deild­ar karla í fót­bolta, 5:4.

Þeir voru al­veg með leik­inn í sín­um hönd­um fyrsta hálf­tím­ann og skoruðu þrjú mörk en slökuðu svo á klónni, Fram­ar­ar gengu á lagið, komust inní leik­inn og byrjuðu að skora. 

Það var síðan í blá­lok­in að Klæmit Ol­sen skallaði inn sig­ur­mark Breiðabliks, sem fagnaði mikið 5:4 sigri en Fram­ar­ar voru eðli­lega sár­ir fyr­ir að fá ekki neitt fyr­ir alla sína bar­áttu og seiglu.  Stefán Ingi Stef­áns­son skoraði þrennu fyr­ir Blika.

Áður en fjór­ar mín­út­ur voru liðnar hafði Stefán Ingi Sig­urðsson fram­herji Blika fengið gott færi en tókst ekki að lyfta bolt­an­um yfir Ólafs Íshólm Ólafs­son markvörð Fram.  Í næstu sókn tókst bet­ur til þegar Stefán Ingi skallaði frá­bæra send­ingu Gísla Eyj­ólfs­son­ar af hægri kanti í vinstra hornið af stuttu færi.   Blikar komn­ir yfir og rúm­lega þrjár mín­út­ur liðnar.

Næsta opna færi kom á 11. mín­útu þegar Ja­son Daði Svanþórs­son fékk frá­bæra send­ingu inn fyr­ir vörn Fram, Ólaf­ur markmaður kom út úr teign­um á móti, Ja­son Daði lék fram­hjá hon­um og autt markið blasti við en hann skaut í hliðarnetið. 

Á 20. mín­útu skapaðist mik­il hætta við mark Fram í svaka­legri þvögu, Stefán Ingi kom að skoti en varn­ar­menn Fram hömuðust við að vera fyr­ir og koma svo bolt­an­um út úr teign­um, sem tókst að lok­um.

Blikar voru alls ekki hætt­ir og 24. mín­útu kom næsta mark þegar Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son fyr­irliði Blika komst upp að víta­teigs­horni hægra meg­in og gaf fyr­ir á Pat­rik Johann­esen í miðjum víta­teig, sem skilaði bolt­an­um í af miklu ör­yggi í markið.

Aðeins fjór­um mín­út­um síðar kom næsta mark Blika og annað mark Stef­áns Inga þegar hann fékk bolt­ann óvænt í gegn­um vörn Fram, rakti bolt­ann al­einn upp að víta­teig, Ólaf­ur Íshólm markmaður kom út á móti en náði ekki að vera hnit­miðuðu skoti í vinstra hornið og staðan 3:0. 

Blikar urðu alltof ró­leg­ir og slökuðu á klónni, sem nóg fyr­ir marka­hrók eins og Guðmund Magnús­son, sem skoraði eft­ir send­ingu Fred Sa­vai­va á 42. mín­útu þegar heima­menn voru ekk­ert að leggja alltof mikið á sig til að koma bolt­an­um úr teig sín­um svo að staðan var 3:1 í hálfleik.

Eft­ir aðeins sjö mín­út­ur í síðari hálfleik minnkaði varn­ar­maður­inn Már Ægis­son mun­inn í 3:2 með föstu skoti utan teigs en bolt­inn fór í Fram­ara og í hægra hornið því Ant­on Ari var bú­inn að fleygja sér í það vinstra. 

Nán­ast á sömu mín­útu kom næsta mark enda hljóta Blikar að hafa vaknað hressi­lega, komust upp völl­inn vinstra meg­in alla leið inn í víta­teig þar sem Stefán Ingi þrumaði yfir Ólaf Íshólm í mark­inu og staðan orðin 4:2. 

Enn gleymdu Blikar sér og eft­ir langa og stranga sókn komst Fram inní víta­teig þar sem Fred Sa­vari­va lék lag­lega á varn­ar­menn og mark­mann Breiðabliks áður en hann renndi bolt­an­um und­ir Ant­on Ara í marki heima­manna, staðan 4:3. 

Svo kom skell­ur­inn fór Breiðablik því eft­ir að hafa verið alltof lengi að koma í vörn­ina og eitt tíma í að heimta auka­spyrnu hinu meg­in á vell­in­um skut­ust Fram­ar­ar upp völl­inn, Fred lék lag­lega á vörn Blika inní teig og skaut síðan und­ir markvörðinn til að jafna 4:4.

Þegar komið var inní upp­bót­ar­tíma fékk Breiðablik horn og Klæmit Ol­sen, sem hafði komið inná sem varamaður skallaði inn sig­ur­mark Blika, 5:4.

Breiðablik 5:4 Fram opna loka
skorar Stefán Ingi Sigurðarson (4. mín.)
skorar Patrik Johannesen (24. mín.)
skorar Stefán Ingi Sigurðarson (28. mín.)
skorar Stefán Ingi Sigurðarson (53. mín.)
skorar Klæmint Olsen (90. mín.)
Mörk
skorar Guðmundur Magnússon (42. mín.)
skorar Már Ægisson (52. mín.)
skorar Fred Saraiva (61. mín.)
skorar Magnús Þórðarson (76. mín.)
fær gult spjald Anton Logi Lúðvíksson (46. mín.)
fær gult spjald Viktor Karl Einarsson (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Orri Sigurjónsson (43. mín.)
fær gult spjald Aron Jóhannsson (90. mín.)
fær gult spjald Magnús Þórðarson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 MARK! Klæmint Olsen (Breiðablik) skorar
Horn Höskulds inní miðjan vítateig þar sem Klæmit náði að skalla undir markvörðinn.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
Komið inn í uppbótartíma. MARK.
90 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fær gult spjald
90 Magnús Þórðarson (Fram) fær gult spjald
90 Aron Jóhannsson (Fram) fær gult spjald
88 Fram fær hornspyrnu
Hreinsað frá.
88 Breki Baldursson (Fram) kemur inn á
88 Guðmundur Magnússon (Fram) fer af velli
85 Óskar Jónsson (Fram) kemur inn á
85 Þórir Guðjónsson (Fram) fer af velli
81 Klæmint Olsen (Breiðablik) kemur inn á
81 Patrik Johannesen (Breiðablik) fer af velli
81 Tryggvi Snær Geirsson (Fram) kemur inn á
81 Albert Hafsteinsson (Fram) fer af velli
81 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) kemur inn á
81 Alex Freyr Elísson (Breiðablik) fer af velli
80 Breiðablik fær hornspyrnu
Hreinsað frá.
76 MARK! Magnús Þórðarson (Fram) skorar
MARK 4:4. Framarar snöggir upp á meðan Blikar heimtuðu að fá aukaspyrnu. Albert Hafsteinsson átti síðan góða sendingu á Magnús í snöggri sókn vinstra megin og hann skoraði af öryggi í hægra hornið.
74 Alex Freyr Elísson (Breiðablik) á skot framhjá
Utan teigs og gott skot en framhjá.
70 Breiðablik fær hornspyrnu
Skallað frá.
68 Breiðablik fær hornspyrnu
Skallað frá.
67 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) kemur inn á
67 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) fer af velli
67 Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) kemur inn á
67 Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) fer af velli
66 Patrik Johannesen (Breiðablik) á skot framhjá
Fast utan teigs en hátt framjá.
65 Breiðablik fær hornspyrnu
Engin hætta.
61 MARK! Fred Saraiva (Fram) skorar
MARK 4:3. Snögg sókn og Fred fékk boltann inní vítateig, lagði fyrir sig, ruglaði varnarmenn Breiðabliks og skoraði af öryggi undir Anton Ara í markinu.
60 Breiðablik fær hornspyrnu
Engin hætta.
59 Breiðablik fær hornspyrnu
Spilað úr því og engin hætta.
58 Breiðablik fær hornspyrnu
Útaf hinu megin.
53 MARK! Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) skorar
MARK 4:2. Mark Fram mínútu fyrr virðist hafa vakið Blika rækilega og í fyrstu sókn eftir markið komust Blikar inn að vinstra markteigshorni þar sem Stefán Ingi þrumaði yfir Ólaf Íshólm í markinu. Þrennan komin.
52 MARK! Már Ægisson (Fram) skorar
MARK 3:2. Blikar ekki sannfærandi í vörninni. Boltinn barst út á völl þar sem Már þrumaði að marki, boltinn fór í varnarmann og í markið.
51 Fram fær hornspyrnu
Engin hætta.
51 Fram fær hornspyrnu
Smá hætta en bjargað frá.
50 Fram fær hornspyrnu
Hreinsað frá.
50 Fred Saraiva (Fram) á skot sem er varið
Vel spilað inní teig og gott skot en vel varið í horn.
46 Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) fær gult spjald
Brot.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Nú byrjar Fram með boltann. Engar breytingar tilkynntar.
45 Hálfleikur
Blikar voru algjörlega með leikinn í sínum höndum og hefðu getað skorað fleiri mörk en fóru þá að slaka aðeins á og fengu mark í bakið. Svona er þetta bara.
43 Orri Sigurjónsson (Fram) fær gult spjald
Brot.
42 MARK! Guðmundur Magnússon (Fram) skorar
MARK 3:1. Blikar svolítið kærulausir í vörninni, fullrólegir og Fred Saraiva gaf fyrir frá hægri í miðjan vítateig þar sem Guðmundur skaut af öryggi í hægra hornið.
36 Breiðablik fær hornspyrnu
yfir markið.
35 Guðmundur Magnússon (Fram) á skot framhjá
Aðeins fyrir utan teig og fast en svolítið frá stönginni.
33 Fram fær hornspyrnu
Hreinsað frá.
28 MARK! Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) skorar
MARK 3:0. Fékk frábæra sendingu innfyrir vörn Fram, var alveg aleinn og rakti boltann að vítateigslínunni og skaut framhjá Ólafi í markinu. Létt og lipurt.
24 MARK! Patrik Johannesen (Breiðablik) skorar
MARK 2:0. Blikar spiluðu hægt en örugglega upp völlinn og Höskuldur fyrirliði Gunnlaugsson rétt kominn inn í teig gaf fyrir á Patrik sem skaut yfirvegað hægra megin í markið.
20 Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) á skot sem er varið
Svakalegur barningur inní markteig Fram og þvaga en varnarmönnum Fram tókst einhvern vegin að koma boltanum út úr teignum.
18 Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Sending eða skoti frá hægri kanti en slegið út úr teignum.
13 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Af vítateigslínu en vel framhjá.
11 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Aleinn upp völlinn og lék til hliðar framhjá Ólafi í markinu en hitti bara hliðarnetið. Klaufalegt.
8 Breiðablik fær hornspyrnu
Slegið frá. Samt gríðarleg þvaga áður Fram kom boltanum endanlega út úr teignum.
4 MARK! Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) skorar
MARK 1:0 fyrir Blika. Gísli Eyjólfsson með boltann á hægri kanti og sendi hnitmiðað inn að miðri markteigslínu þar sem Stefán Ingi skallaði mjög snyrtilega í vinstra hornið. Eitthvað svo einfalt.
3 Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) á skot sem er varið
Komst einn í gegn og ætlaði að vippa yfir Ólaf Íshólm, sem kom út að vítateigslínu en tókst ekki. Vel lesið og varið.
1 Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann og leikur til suðvesturs í átt að sundlauginni.
0
Blikar í sínu grænu búiningum en Fram í hvítum, enda gestir.
0
Leikmenn rölta inná völlinn með stuðningi ungs stuðningsfólks. Svolítið rólegir í því því klukkan alveg að verða 8. Völlurinn vökvaður í gríð og erg.
0
Liðin kynnt og beðið eftir leikmönnum.
0
Verð bara að segja, svolítið skrýtið að sjá stúkuna hjá Fylki bláa og græna.
0
Korter í leik. Stuðningmenn beggja liða búnir að finna leiðina í Árbæinn og koma sér fyrir. Fer þó frekar rólega af stað. Gott veður, svolítil gjóla og smá kalt.
0
Svo er það auðvitað spáin þar sem fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í deildinni rýna í sín kristalkúlu. Þar segir að Blikar verði nokkuð örugglega Íslandsmeistarar með 390 stig og Val í öðru sæti með 367 stig. Um Fram segir kristalkúlan að Fram sé öruggt í 9. sætinu, með ÍBV fyrir ofan og Fylkir fyrir neðan.
0
Sviptingar liðanna á leikmannamarkaðnum í lok félagsskiptagluggann voru ekki mikil. Eyþór Wöhler, sem kom til liðs við Breiðablik frá ÍA fyrir tímabilið, er lánaður til HK og snemma í apríl kom Orri Sigurjónsson í raðir Fram frá Þór.
0
Í fyrra mættust þessi lið aðeins tvisvar í efstu deild því Blikar enduðu í efri hluta deildarinnar og Fram í neðri. Blikar unnu fyrri leikinn 4:3 í Kópavogi þar sem Omar Sowe skoraði sigurmarkið á 87. mínútu og síðari leikinn í Úlfarsárdalnum vann Breiðablik 0:2.
0
Einhver hefði sagt að einhverjir af bestu leikmönnum Blika byrji á bekknum en Óskar Hrafn þjálfari veit líklega hvað hann er að gera, jafnvel betur en ég. Menn í kringum Blika sögðu að það væru engin meiðsli og allir klárir.
0
Í lið Fram vantar Brynjar Gauta Guðjónsson og Jannick Pol sem eru báðir meiddir en það má samt reikna með að komi maður í manns stað og 11 byrji inná.
0
Þess má geta að ÍBV hefur fengið 9 gul en HK, FH, Fylkir og Breiðablik 8 gul.
0
Fram misstu fyrsta leik við FH niður í 2:2 jafntefli eftir að hafa verið yfir en 6 gul spjöld fór á loft í hörkuleik. Svo náði Fram1:1 jafntefli við HK í Kópavogi en Valur var of stór biti í þriðja leik í 1:3 tapi í Úlfarsárdalnum, eftir að hafa náð forystu og alls fóru 5 gul spjöld á loft.
0
Blikar töpuðu fyrsta leik mótsins fyrir HK í mjög dramatískum leik sem lauk með mörkum á báða bóga í lokin nema hvað grannar þeirra í Kópavogi og nýliðar í deildinni unnu 4:3 en 7 gul fóru á loft, þar af 4 á Breiðablik. Blikar slógu hraustlega í klárinn og unnu Val 0:2 að Hlíðarenda í næsta leik og fengu þrjú af 5 gulum spjöldum í leiknum en í 3. umferð í Eyjum varð Breiðablik að sætta sig við 2:1 tap.
0
Á morgun mætast FH og KR í Hafnarfirði, HK - Fylkir, Keflavík - ÍBV, Víkingur – KA og Valur – Stjarnan.
0
Fram sem komst upp í efstu deild eftir sumarið 2021 og var nokkuð öruggt með sæti í deildinni í fyrra, er hinsvegar nú í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir sína þrjá leiki, tvö jafntefli.
0
Íslandsmeistarar Breiðabliks og núverandi meistarar meistaranna eftir sigur á Víkingum eru í 8. sæti deildarinnar eftir 3 umferðir með 3 stig og jafna markatölu, 6 skoruð og 6 fengin á sig.
0
Velkominn á Fylkisvöll þar sem Breiðablik tekur á móti Fram í efstu deild karla í fótbolta en leikið er í 4. umferð. Jú, þið lásuð þetta rétt, leikurinn er á Fylkisvelli því Blikar eru að teppaleggja völlinn sinn.
0
Breiðablik er í áttunda sæti með þrjú stig en Fram í botnsætinu, eina liðið án sigurs, með tvö.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fram í Bestu deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Alex Freyr Elísson (Davíð Ingvarsson 81). Miðja: Anton Logi Lúðvíksson, Jason Daði Svanþórsson (Viktor Karl Einarsson 67), Gísli Eyjólfsson. Sókn: Ágúst Orri Þorsteinsson (Ágúst Eðvald Hlynsson 67), Patrik Johannesen (Klæmint Olsen 81), Stefán Ingi Sigurðarson.
Varamenn: (M), Oliver Sigurjónsson, Viktor Karl Einarsson, Klæmint Olsen, Ágúst Eðvald Hlynsson, Davíð Ingvarsson, Oliver Stefánsson, Andri Rafn Yeoman.

Fram: (4-4-2) Mark: Ólafur Íshólm Ólafsson. Vörn: Adam Örn Arnarson, Hlynur Atli Magnússon, Orri Sigurjónsson, Már Ægisson. Miðja: Magnús Þórðarson, Aron Jóhannsson, Albert Hafsteinsson (Tryggvi Snær Geirsson 81), Fred Saraiva. Sókn: Þórir Guðjónsson (Óskar Jónsson 85), Guðmundur Magnússon (Breki Baldursson 88).
Varamenn: Benjamín Jónsson (M), Delphin Tshiembe, Breki Baldursson, Tryggvi Snær Geirsson, Óskar Jónsson, Sigfús Árni Guðmundsson, Tiago Fernandes.

Skot: Breiðablik 12 (8) - Fram 6 (5)
Horn: Breiðablik 10 - Fram 5.

Lýsandi: Stefán Stefánsson
Völlur: Würth-völlurinn

Leikur hefst
28. apr. 2023 20:00

Aðstæður:

Dómari: Elías Ingi Árnason
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert