Leikurinn stopp í hálftíma vegna fótbrots

Hlúð að Henríettu Ágústsdóttur í gærkvöldi.
Hlúð að Henríettu Ágústsdóttur í gærkvöldi. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Gera þurfti um hálftíma hlé á leik Fram og HK í fyrstu umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi þegar leikmaður HK, unglingalandsliðskonan Henríetta Ágústsdóttir, meiddist alvarlega í upphafi síðari hálfleiks.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is ökklabrotnaði Henríetta og var því hlúð að henni vel og lengi á Framvelli í Úlfarsárdal.

Loks var Henríetta flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl og skipt formlega af velli á 84. mínútu.

Við tók afar langur uppbótartími þar sem Fram skoraði þrívegis í afar óvæntum 3:1-sigri.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá sjúkrabílinn á Framvellinum skömmu áður en Henríetta var færð í hann og svo flutt á sjúkrahús.

Hún er í stóru hlutverki í 1. deildarliði HK og er einn af leikmönnum U19 ára landsliðs kvenna sem á dögunum tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar sem leikin verður í Belgíu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert