Í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tólf í 1. deild karla í knattspyrnu í dag var ÍA spáð sigri og þar með sæti í Bestu deild að ári.
Spáin var birt á fréttamannafundi í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal í dag.
Gangi spáin eftir verður stoppið í næstefstu deild því stutt, en ÍA féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Grindavík er spáð öðru sæti, en liðið lék síðast í efstu deild árið 2019.
Selfossi og nýliðum Ægis er spáð falli niður í 2. deild.
Spáin í heild sinni:
1. ÍA
2. Grindavík
3. Fjölnir
4. Leiknir R.
5. Grótta
6. Afturelding
7. Vestri
8. Njarðvík
9. Þór Ak.
10. Þróttur R.
11. Selfoss
12. Ægir