Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði sigurmarkið fyrir varalið Ajax þegar það vann útisigur á Venlo, 1:0, í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Kristian lék allan leikinn með Ajax og skoraði markið úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Það er hans áttunda mark í 34 leikjum með liðinu í deildinni í vetur en Jong Ajax er í 13. sæti af 20 liðum í deildinni.
Kristian er í U19 ára landsliðinu sem á dögunum tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar og hann var markahæsti leikmaður 21-árs landsliðsins á síðasta ári með fimm mörk í sex leikjum.
Kristófer Ingi Kristinsson sat á varamannabekk Venlo allan tímann en lið hans er í áttunda sæti og kemst í umspil um úrvalsdeildarsæti ef það heldur því.