Víkingur og HK fara upp – KR spáð falli

Víkingi og HK er spáð efstu tveimur sætunum í 1. …
Víkingi og HK er spáð efstu tveimur sætunum í 1. deild. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tíu í 1. deild kvenna í knattspyrnu í dag var Víkingi úr Reykjavík spáð sigri og þar með sæti í Bestu deild að ári.

Spáin var birt á fréttamannafundi í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal í dag.

Þar var því einnig spáð að HK myndi fylgja Víkingi upp um deild.

KR, sem féll úr Bestu deild á síðasta tímabili, er spáð neðsta sæti og þar með falli niður í 2. deild ásamt liði Augnabliks.

Grótta og Fram eru nýliðar í deildinni og þeim er spáð sjötta og sjöunda sæti.

Spáin í heild sinni:

1. Víkingur R.

2. HK

3. Afturelding

4. Fylkir

5. FHL (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir)

6. Grótta

7. Fram

8. Grindavík

9. Augnablik

10. KR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert