Hádramatískur sigur Vals á Stjörnunni

Andri Rúnar Bjarnason og Daníel Laxdal í baráttunni í kvöld.
Andri Rúnar Bjarnason og Daníel Laxdal í baráttunni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Val­ur vann í kvöld 3:2-sig­ur á Stjörn­unni á heima­velli í loka­leik 4. um­ferðar Bestu deild­ar karla í fót­bolta. Vals­menn eru nú í öðru sæti með níu stig. Stjarn­an er aðeins með þrjú stig.

Vals­menn byrjuðu mjög vel, því Andri Rún­ar Bjarna­son var bú­inn að skora fyrsta markið eft­ir aðeins sex mín­út­ur. Andri skallaði þá í netið af stuttu færi eft­ir fyr­ir­gjöf frá Aroni Jó­hanns­syni.

Hilm­ar Árni Hall­dórs­son var ná­lægt því að jafna í næstu sókn Stjörn­unn­ar, en Frederik Schram í marki Vals varði virki­lega vel.

Liðunum gekk illa að skapa sér góð færi næstu mín­út­ur, en Vals­menn bættu við öðru marki á 36. mín­útu. Það gerði Adam Ægir Páls­son er hann skoraði með glæsi­legu skoti upp í skeyt­in í miðjum víta­teig Stjörn­unn­ar.

Hvor­ugu liðinu tókst að skapa sér gott færi eft­ir það og var staðan í hálfleik því 2:0.

Fyrri hálfleik­ur byrjaði frek­ar ró­lega og gekk liðunum illa að skapa sér færi. Það kom því nokk­urn veg­inn upp úr engu að Stjarn­an minnkaði mun­inn á 80. mín­útu. Ísak Andri Sig­ur­geirs­son nýtti sér þá mis­tök Sig­urðar Eg­ils Lárus­son­ar í vörn Vals og skoraði með góðu skoti upp í hornið.  

Hvorki Ísak né Stjarn­an voru hætt, því Ísak jafnaði met­in á 88. mín­útu með stór­glæsi­legri af­greiðslu í teign­um. Lyfti Stjörnumaður­inn bolt­an­um með mögnuðum hætti yfir Frederik Schram og í hornið fjær.

Það voru hins veg­ar Vals­menn sem skoruðu sig­ur­markið, því Birk­ir Heim­is­son skoraði með skoti af stuttu færi seint í upp­bót­ar­tím­an­um og þar við sat.

Val­ur 3:2 Stjarn­an opna loka
skorar Andri Rúnar Bjarnason (6. mín.)
skorar Adam Ægir Pálsson (36. mín.)
skorar Birkir Heimisson (90. mín.)
Mörk
skorar Ísak Andri Sigurgeirsson (80. mín.)
skorar Ísak Andri Sigurgeirsson (88. mín.)
fær gult spjald Kristinn Freyr Sigurðsson (63. mín.)
fær gult spjald Valur (67. mín.)
fær gult spjald Hlynur Freyr Karlsson (76. mín.)
fær gult spjald Aron Jóhannsson (78. mín.)
fær rautt spjald Valur (85. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
Vá! Eftir meiriháttar lokakafla fagna Valsmenn afar sætum sigri.
90 Sigurbergur Áki Jörundsson (Stjarnan) á skalla sem er varinn
Færi! Fær gott skallafæri eftir hornið en beint á Frederik.
90 Stjarnan fær hornspyrnu
Kjartan Már nær í horn. Síðasti séns fyrir Stjörnuna.
90 Björn Berg Bryde (Stjarnan) kemur inn á
90 Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) fer af velli
90 MARK! Birkir Heimisson (Valur) skorar
3:2 - Dramatík! Birkir að skora sigurmark mjög seint í uppbótartíma. Klárar mjög vel úr teignum eftir fyrirgjöf frá Sigurði Agli. Þvílíkur lokakafli.
90 Stjarnan fær hornspyrnu
Fá aðra tilraun. Stórsókn Stjörnunnar á þessum lokakafla. Valsmenn koma boltanum loks í burtu.
90 Stjarnan fær hornspyrnu
Enn sækja Stjörnumenn.
90 Stjarnan fær hornspyrnu
Tryggvi skallar framhjá eigin marki og Stjarnan fær aðra tilraun.
90 Stjarnan fær hornspyrnu
Stjörnumenn líklegri til að skora sigurmark.
90
Það verða að minnsta kosti sjö mínútur í uppbótartíma. Nóg eftir!
90 Elfar Freyr Helgason (Valur) kemur inn á
90 Orri Hrafn Kjartansson (Valur) fer af velli
88 MARK! Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) skorar
2:2 - Stjörnumenn jafna! Ísak Andri með stórglæsilega afgreiðslu í teignum. Lyfti boltanum virkilega skemmtilega yfir Fredrik og í bláhornið fjær. Endurkoma í lagi hjá Stjörnunni og mark í lagi!
85 Valur (Valur) fær rautt spjald
Thomas Danielsen í þjálfarateymi Vals fær rautt spjald fyrir einhver mótmæli. Annað spjaldið sem þjálfarateymi Vals fær í kvöld.
83
Leikurinn er stöðvaður á meðan Aron Jóhannsson fær aðhlynningu. Virðist hafa fengið eitthvað höfuðhögg. Aron hristir þetta af sér og heldur áfram.
80 MARK! Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) skorar
2:1 - Stjörnumenn galopna þennan leik! Mistök hjá Sigurði Agli í vörninni sem Stjörnumenn refsa fyrir. Flott afgreiðsla hjá Ísaki, en ekki góður varnarleikur hjá Sigurði. Sigurður ætlaði að koma boltanum í burtu en missti hann á hættulegum stað í staðinn.
78 Aron Jóhannsson (Valur) fær gult spjald
Peysutog til að stöðva skyndisókn Stjörnunnar.
77 Valur fær hornspyrnu
Adam Ægir með skot í varnarmann og aftur fyrir.
76 Hlynur Freyr Karlsson (Valur) fær gult spjald
Fyrir að vera of lengi að taka spyrnu úr vítateig Valsmanna.
76 Daníel Laxdal (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Með mann í sér og þetta er mjög erfitt færi.
76 Stjarnan fær hornspyrnu
Ísak gerir vel í að ná í horn. Stjarnan þarf mark sem fyrst til að gera þetta spennandi.
73 Lúkas Logi Heimisson (Valur) kemur inn á
73 Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) fer af velli
73 Valur fær hornspyrnu
Adam Ægir með sprett upp hægri og nær í horn.
70
Valsmenn hafa ekki skapað sér eitt einasta færi í seinni hálfleik. Þeir eru þó að verjast vel og Stjarnan ekki að skapa sér opin færi hinum megin.
67 Valur (Valur) fær gult spjald
Spjald á bekkinn. Sigurður Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, fór yfir strikið að mati dómaranna.
66 Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Færi! Leikur á nokkra leikmenn Vals og reynir skotið í teignum en Frederik ver. Færið var frekar þröngt, en spretturinn var virkilega skemmtilegur.
65 Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) kemur inn á
Þreföld skipting hjá Stjörnunni. Sjáum hverju það skilar.
65 Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) fer af velli
65 Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) kemur inn á
65 Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) fer af velli
65 Sigurbergur Áki Jörundsson (Stjarnan) kemur inn á
65 Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) fer af velli
63 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fær gult spjald
Stöðvaði skyndisókn með því að toga í Daníel.
63
Guðmundur Baldvin liggur eftir og leikurinn er stöðvaður. Hann fær aðhlynningu og ætlar að halda áfram.
59
Þetta hefur verið rólegt til þessa í seinni hálfleik. Hvorugur markvörðurinn þurft að gera mikið.
55 Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) kemur inn á
55 Andri Rúnar Bjarnason (Valur) fer af velli
Markaskorarinn fer af velli. Getur verið sáttur við dagsverkið.
52
Orri haltrar af velli, en ætlar að reyna að halda áfram. Vonandi verður í lagi með strákinn.
50
Orri Hrafn liggur eftir og þarf aðhlynningu. Hann fór í tæklingu en slasaði sig í leiðinni.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Valur byrjar með boltann í seinni hálfleik.
45 Hálfleikur
Valsmenn í býsna góðum málum eftir þennan fyrri hálfleik. Stjörnumenn spiluðu ágætlega, en það vantaði að reyna meira á Frederik í markinu.
45 Valur fær hornspyrnu
Adam með skot í varnarmann og aftur fyrir.
45 Aron Jóhannsson (Valur) á skot sem er varið
Færið frekar þröngt og Árni Snær ver með löppunum.
45
Það verða að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma.
44
Það er áfall fyrir Stjörnuna að vera tveimur mörkum undir. Gestirnir hafa átt fína spretti, en Valsmenn nýtt færin sín mjög vel.
41 Stjarnan fær hornspyrnu
Adolf Daði fær boltann á góðum stað í teignum, en hann er of lengi að ákveða sig og Valsmenn bjarga í horn.
36 MARK! Adam Ægir Pálsson (Valur) skorar
2:0 - Valsmenn tvöfalda forskotið! Kristinn Freyr með fyrirgjöf frá vinstri og Stjörnumenn ná ekki að koma boltanum í burtu. Hann berst svo á Adam sem klárar með stórkostlegu skoti upp í skeytin. Afgreiðsla í lagi!
34
Guðmundur Andri fer niður innan teigs og vill víti. Það hefði verið mjög harður dómur. Jóhann Ingi, nafni minn, segir nei.
31
Leikurinn er stöðvaður vegna höfuðmeiðsla Andra Rúnars Bjarnasonar. Hann fær aðhlynningu og hristir þetta af sér.
28
Jóhann Árni með hornið og boltinn fer á Hilmar Árna, sem bjóst ekki við honum. Hann skallar því frá marki og þetta rennur út í sandinn.
27 Valur fær hornspyrnu
Ísak Andri með glæsileg tilþrif. Leikur á eina fjóra Valsmenn og sendir síðan í Hlyn og aftur fyrir. Ísak er afskaplega góður í fótbolta.
25 Valur fær hornspyrnu
Aron gerir vel í að ná í aðra hornspyrnu Vals þegar hann var í erfiðri stöðu á hægri kantinum, með menn í sér.
22 Stjarnan fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna gestanna kemur eftir sókn upp vinstri kantinn. Ísak tekur hana og fær síðan boltann aftur en þá hittir hann engan í teignum og boltinn fer aftur fyrir.
15
Færi! Afbragðsfæri hjá Andra. Fær boltann í teignum og er einn gegn Árna Snæ en hittir ekki boltann. Þarna átti markaskorarinn að gera betur.
10
Andri Rúnar í fínu færi. Adam Ægir með flottan sprett upp hægri og sendingu á Andra í teignum en Daníel Laxdal gerir mjög vel í að koma sér fyrir skotið. Flottur varnarleikur.
8 Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Færi! Stjörnumenn næstum því búnir að jafna strax. Ísak Andri vinnur boltann í teignum og leggur hann á Hilmar sem á fínt skot að marki en Frederik Schram ver mjög vel.
6 MARK! Andri Rúnar Bjarnason (Valur) skorar
1:0 - Valsmenn ekki lengi að komast yfir! Aron með fallega fyrirgjöf frá vinstri og Andri skorar með skalla úr teignum. Árni Snær í boltanum en hann lak inn.
5
Ekkert kom úr horninu og Stjörnumenn eiga nú markspyrnu.
4 Valur fær hornspyrnu
Adam Ægir reynir að senda á Kristinn Frey í teignum en Stjörnumenn bjarga í horn á síðustu stundu.
1 Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann og sækir í átt að Öskjuhlíðinni. Valur sækir til vesturs.
0
Það er spilað með sorgarbönd í dag til að minnast Boris Bjarna Akbashev, sem lést á dögunum. Hjá Val kom Bor­is að upp­eldi og þróun fjöl­margra ís­lenskra landsliðsmanna og þar má nefna Geir Sveins­son, Valdi­mar Gríms­son, Jakob Sig­urðsson, Júlí­us Jónas­son, Dag Sig­urðsson og Ólaf Stef­áns­son sem all­ir hafa skýrt frá því í viðtöl­um hversu gríðarleg áhrif hann hafi haft á fer­il þeirra og þroska sem hand­knatt­leiks­menn. Bor­is ein­beitti sér að tækni- og ein­stak­lingsþjálf­un hjá Val um ára­bil.
0
Þessi lið hafa mæst 39 sinnum í efstu deild og þau skipta sigrunum vel á milli sín. Valur er með 14 sigra, Stjarnan 12 og 13 sinnum hafa þau skilið jöfn.
0
Eina breytingin hjá Stjörnunni frá sigurleiknum gegn HK er sú að Hilmar Árni Halldórsson kemur inn fyrir Guðmund Kristjánsson.
0
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, stillir upp sama liði og gegn Fram, enda engin ástæða til að breyta til eftir sigurleik.
0
Það vantar enn þá Hólmar Örn Eyjólfsson hjá Val. Hann hefur verið að glíma við meiðsli allt tímabilið.
0
Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, er ekki með í kvöld. Hann fékk rautt spjald gegn HK í síðasta leik og er því í leikbanni.
0
Stjarnan vann hins vegar fyrsta leik liðanna á síðustu leiktíð á sínum heimavelli, 1:0.
0
Það er óhætt að segja að Valur hafi verið með tak á Stjörnunni á þessum velli í fyrra. Valsmenn unnu fyrri leik liðanna hér 6:1 og seinni leikinn 3:0.
0
Valur hefur unnið ÍBV og Fram til þessa, en tapað fyrri Breiðabliki. Stjarnan vann HK í síðustu umferð, en tapaði þar á undan fyrir HK og Víkingi úr Reykjavík.
0
Velkomin með mbl.is á Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Stjörnunni í fjórðu umferð Bestu deildar karla. Valur er með sex stig og Stjarnan þrjú eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Sjá meira
Sjá allt

Valur: (4-3-3) Mark: Frederik Schram. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Birkir Heimisson, Hlynur Freyr Karlsson, Sigurður Egill Lárusson. Miðja: Kristinn Freyr Sigurðsson, Orri Hrafn Kjartansson (Elfar Freyr Helgason 90), Aron Jóhannsson. Sókn: Adam Ægir Pálsson, Andri Rúnar Bjarnason (Tryggvi Hrafn Haraldsson 55), Guðmundur Andri Tryggvason (Lúkas Logi Heimisson 73).
Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson (M), Elfar Freyr Helgason, Haukur Páll Sigurðsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Lúkas Logi Heimisson, Þorsteinn Emil Jónsson, Hilmar Starri Hilmarsson.

Stjarnan: (4-3-3) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Eggert Aron Guðmundsson, Daníel Laxdal, Sindri Þór Ingimarsson, Örvar Logi Örvarsson. Miðja: Jóhann Árni Gunnarsson (Björn Berg Bryde 90), Hilmar Árni Halldórsson (Sigurbergur Áki Jörundsson 65), Guðmundur Baldvin Nökkvason (Róbert Frosti Þorkelsson 65). Sókn: Adolf Daði Birgisson, Baldur Logi Guðlaugsson (Kjartan Már Kjartansson 65), Ísak Andri Sigurgeirsson.
Varamenn: Viktor Reynir Oddgeirsson (M), Heiðar Ægisson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Sigurbergur Áki Jörundsson, Björn Berg Bryde, Kjartan Már Kjartansson, Róbert Frosti Þorkelsson.

Skot: Stjarnan 6 (5) - Valur 4 (4)
Horn: Valur 6 - Stjarnan 8.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Origo-völlurinn, Hlíðarenda

Leikur hefst
29. apr. 2023 19:15

Aðstæður:
Heiðskírt og fallegt kvöld. Smá vinur en aðstæður mjög fínar.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Eysteinn Hrafnkelsson og Bergur Daði Ágústsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 325:125 200 9
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 3 0 1 2 124:323 -199 1
06.03 Sviss 123:321 Frakkland
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 325:125 200 9
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 3 0 1 2 124:323 -199 1
06.03 Sviss 123:321 Frakkland
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert