Keflavík mátti þola 1:3-tap fyrir ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varnarmaður Keflavíkur var að vonum svekktur eftir leikinn.
„Tilfinningin er súr, sérstaklega því að þeir klára okkur á tíu mínútum, annars var þetta bara opinn leikur,“ sagði Gunnlaugur í samtali við mbl.is eftir leik.
Keflavík komst yfir í seinni hálfleik en svo gekk ÍBV á lagið og skora þrjú í röð.
„Við slökkvum á okkur og gefum þeim alltof mikinn tíma til að teikna bolta á Felix og hann er þannig leikmaður að hann má ekki fá of mikinn tíma til að senda fyrir.“ sagði hann.