Svona ástand er ekki ásættanlegt

Leikið verður á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika í dag.
Leikið verður á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Í upphafi fótboltasumarsins hefur tilfærsla á leikjum verið áberandi karlamegin.

Grasvellir koma sérlega illa undan vetri og vitanlega ekki að ósekju þar sem veturinn var sá kaldasti á þessari öld.

Lið sem eru með grasvelli sem aðalvelli hafa fundið sig knúin til að skipta á heimaleikjum við lið sem eru með gervigras á aðalvöllum sínum.

Í tilfelli Keflavíkur hefur félagið afráðið að færa heimaleiki liðsins á gervigrasvöll.

FH og KR áttu um stund að mætast á hlutlausum gervigrasvelli þar sem aðalgrasvellir hvorugs liðs eru tilbúnir, en leika þess í stað á grasvelli FH við frjálsíþróttavöll félagsins, sem var ekki boðlegur í leik gegn Stjörnunni á dögunum.

Hægt hefur verið að spila á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en hann virðist þó ekki enn fyllilega reiðubúinn til notkunar.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert