Austfirðingar unnu upphafsleikinn gegn KR

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir fer vel af stað.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir fer vel af stað. mbl.is/Óttar Geirsson

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis fer vel af stað í 1. deild kvenna í fótbolta því liðið vann KR, 2:1, í upphafsleik deildarinnar í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag.

Björg Gunnlaugsdóttir kom FHL yfir strax á 2. mínútu og Sofia Lewis bætti við öðru marki á 45. mínútu.

KR-ingar komu sér aftur inn á leikinn á 47. mínútu er Ragnheiður Ríkharðsdóttir minnkaði muninn, en það reyndist síðasta mark leiksins.

KR hafnaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð og féll niður í 1. deild. Er liðinu spáð falli niður í 2. deild í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum deildarinnar. FHL er spáð fimmta sæti af tíu liðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert