Ég er stoltur af stelpunum í dag

Todor Hristov, til vinstri, ásamt Daníel Geir Moritz, formanni knattspyrnuráðs …
Todor Hristov, til vinstri, ásamt Daníel Geir Moritz, formanni knattspyrnuráðs ÍBV. Ljósmynd/ÍBV

Todor Hristov, þjálfari ÍBV, sagðist í samtali við mbl.is vera ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir 1:0-tap gegn Stjörnunni í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

„Það er erfitt að segja að maður sé ánægður eftir tapleik en ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég ánægður með frammistöðuna og stoltur af stelpunum í dag.“

Eyjakonur lögðu upp með að spila þéttan varnarleik og reyna að beita skyndisóknum þegar þær unnu boltann. Varnarleikurinn gekk upp að mestu en sóknarleikurinn var frekar stirður.

„Við vorum búin að skipuleggja leikinn þannig að ef við lentum undir þá myndum við reyna að sækja meira. Við tókum meiri áhættur í síðari hálfleik og mér fannst þetta bara vera flottur leikur hjá okkur.“

Marinella Panayiotou kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir ÍBV í dag en hún gekk til liðs við félagið undir lok félagsskiptagluggans. Todor býst við miklu frá henni.

„Ég er viss um að hún getur gert meira en hún sýndi í dag. Mér fannst hún samt standa sig vel, hún er bara búin að mæta á eina æfingu með okkur og það er erfitt að fara beint inn í leik eftir eina æfingu. Ég vildi setja ferskar lappir inn á völlinn og reyna að ná inn marki, því miður skoruðum við ekki en mér fannst hún standa sig vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert