Viðureign FH og Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta sem fram átti að fara í Kaplakrika í dag hefur verið færð vegna vallarskilyrða í Hafnarfirði og verður leikið á Hlíðarenda í dag klukkan 17.30.
Heimaleikjum liðanna hefur verið víxlað þannig að seinni leikurinn fer fram í sumar í Hafnarfirði.
Valur vann Breiðablik 1:0 á Hlíðarenda í fyrstu umferðinni en FH tapaði 4:1 fyrir Þrótti í Laugardalnum.