Leikurinn stöðvaður til að minnast Þuríðar

Sunneva Helgadóttir skoraði fyrra mark Fylkis í kvöld, en hún …
Sunneva Helgadóttir skoraði fyrra mark Fylkis í kvöld, en hún leikur í treyju númer 20, sem var eftirlætis númer Þuríðar Örnu Óskarsdóttur heitinnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Leikur Fylkis og Aftureldingar í 1. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld var stöðvaður á 20. mínútu svo áhorfendur gætu minnst Þuríðar Örnu Óskarsdóttur, tvítugs stuðningsmanns Fylkis, sem féll frá í mars síðastliðnum eftir löng og erfið veikindi.

Á 20. mínútu klöppuðu allir viðstaddir á Fylkisvellinum í kvöld til minningar um Þuríði Örnu, sem glímdi stærstan hluta ævi sinnar við illvígt heilaæxli.

Móðir hennar, Áslaug Arna Hinriksdóttir, þakkaði Fylki fyrir að minnast dóttur sinnar og benti á það á Twitter-aðgangi sínum í kvöld að talan 20 hafi verið eftirlætis tala Þuríðar Örnu, en hún fæddist þann 20. maí árið 2002 og féll frá þann 20. mars síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert